KFR og Hvíti riddarinn skildu jöfn í markalausum leik á Hvolsvelli í kvöld.
Liðin höfðu bæði unnið einn leik í A-riðli 3. deildar í sumar og mættu til leiks staðráðin í að landa sigri. Rangæingar voru sterkari aðilinn í leiknum en þrátt fyrir nokkur góð færi rataði knötturinn ekki í netið. Hvíti riddarinn átti einnig sín færi, m.a. stangarskot sem fór svo í bakið á Sigmari Karlssyni í marki KFR og framhjá markinu.
KFR hefur nú fimm stig í 7. sæti riðilsins en Hvíti riddarinn er áfram á botninum með fjögur stig.