KFR náði í sitt sjötta stig í 3. deild karla í sumar þegar liðið gerði 0-0 jafntefli við Álftanes á Hvolsvelli í kvöld.
Fyrri hálfleikur var bragðdaufur en gestirnir höfðu undirtökin þó að fátt væri um færi.
Liðin skiptu um gír í seinni hálfleik og buðu upp á stórskemmtilegan og opinn leik. Þrátt fyrir nóg af færum á báða bóga fór knötturinn ekki í netið og niðurstaðan markalaust jafntefli.
KFR er í 7. sæti A-riðils með 6 stig en jafnteflið í kvöld setur stik í baráttu Álftaness um 2. sætið í riðlinum. Með sigri hefðu þeir komist í vænlega stöðu en eru nú í 3. sæti með 25 stig, eins og KFG sem er í 2. sæti. Þar fyrir neðan er Sindri með 23 stig en Hornfirðingar eiga leik til góða gegn botnliði Hvíta riddarans.