Markalaust í Þorlákshöfn

Brynjólfur Þór Eyþórsson. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ægir lék sinn fyrsta heimaleik í 2. deild karla í knattspyrnu í kvöld þegar Víkingur Ólafsvík kom í heimsókn.

Þetta var landsbyggðarleikur af gamla skólanum, hart barist og bæði lið áttu ágætar sóknir inn á milli en tókst ekki að nýta þær. Niðurstaðan varð markalaust jafntefli.

Ægismenn eru því áfram taplausir í deildinni, með 4 stig eftir tvær umferðir og hafa ekki enn fengið á sig mark.

Fyrri greinGöngum lengra í loftslagsmálum í Árborg
Næsta greinGóður árangur er ákvörðun