Hamar vann stórsigur á Hömrunum í lokaumferð 2. deildar kvenna í knattspyrnu en liðin mættust í Boganum á Akureyri í kvöld.
Hamrarnir byrjuðu betur og komust yfir strax á 9. mínútum en fjórum mínútum síðar jafnaði Karen Inga Bergsdóttir metin fyrir Hamar. Hún var svo aftur á ferðinni ´25. mínútu og tveimur mínútum síðar kom Dagný Rún Gísladóttir Hamri í 1-3.
Fjörið hélt áfram í síðari hálfleik og á 53. mínútu skoraði Íris Sverrisdóttir fjórða mark Hamars og skömmu síðar skoraði Dagný fimmta markið. Karen kórónaði svo þrennuna á 79. mínútu og lokatölur leiksins urðu 1-6.
Hamar lýkur keppni í 2. deildinni í 8. sæti með 15 stig, liðið vann fjóra leiki í sumar, gerði þrjú jafntefli og tapaði fimm leikjum.