Markasúpa í lokaumferðinni

Íris Sverrisdóttir, fyrirliði Hamars. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar lék sinn síðasta leik í 2. deild kvenna í sumar þegar liðið heimsótti ÍA á Akranesvöll í kvöld.

Skagakonur voru mun betri aðilinn í leiknum, þær komust yfir strax á 3. mínútu og á síðustu tuttugu mínútunum í fyrri hálfleik skoruðu þær fjögur mörk, þannig að staðan var 5-0 í leikhléinu.

Yfirburðirnir héldu áfram í seinni hálfleik þar sem ÍA bætti við sex mörkum og úrslitin urðu 11-0.

Uppskera Hamars varð því heldur rýr í sumar, liðið vann einn leik og gerði eitt jafntefli og lauk keppni í næst neðsta sæti deildarinnar með 4 stig.

Fyrri greinLoksins sigur hjá Selfyssingum
Næsta greinGul viðvörun: Stormur og rigning