Markmannsskipti hjá Selfyssingum

Handknattleiksdeild Hauka kallaði markvörðinn Grétar Ara Guðjónsson til baka úr láni frá Selfossi í dag, en í hans stað fengu Selfyssingar markvörðinn Einar Vilmundarson frá Haukum.

Einar, sem verið hefur samningsbundinn Haukum, gerir samning við Selfoss til loka maí 2017.

Í tilkynningu frá handknattleikleiksdeild Selfoss er því fagnað því að fá þennan öfluga markmann til félagsins.

Grétar Ari hefur staðið vaktina í marki Selfoss í vetur á móti Helga Hlynssyni og hafa þeir báðir staðið sig vel. Með frammistöðu sinni uppskar Grétar sæti í A-landsliðinu í fyrsta sinn nú í lok október.

Fyrri greinVegkantur gaf sig undan rútu
Næsta greinFjölskyldustund á Listasafninu