Markús Andri með U15 í Búlgaríu

Markús Andri á ferðinni í sínum fyrsta meistaraflokksleik í sumar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hvergerðingurinn Markús Andri Daníelsson Martin er í leikmannahópi U15 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu sem tekur þátt í UEFA Development móti sem hefst í Búlgaríu í dag.

Fyrsti leikur Íslands er gegn Wales í dag, íslensku drengirnir mæta svo Spáni á sunnudaginn og Búlgaríu næstkomandi miðvikudag.

Markús Andri hefur verið í æfingahópum U15 ára liðsins frá því í maí á þessu ári.

Þrátt fyrir að vera aðeins 14 ára gamall lék hann sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir Hamar í sumar, og gott betur því hann kom við sögu í níu leikjum liðsins í 4. deildinni.

UPPFÆRT
Markús Andri er í byrjunarliðinu á móti Wales og er leikurinn í beinni útsendingu hér:

Fyrri greinSunnudagshuggulegheit með GDRN, Tómasi og ástarpungum
Næsta greinKótelettukvöld í Þingborg