Selfyssingar hafa samið við norska bakvörðinn Markus Hermo og er hann kominn með leikheimild með liðinu í Pepsi-deildinni.
Hermo er tvítugur vinstri bakvörður sem var áður hjá Rosenborg í Noregi eins og Ivar Skjerve. Hann kemur frá liði Byåsen í Þrándheimi.
hermo verður fimmti Norðmaðurinn í herbúðum Selfoss en auk Skjerve hittir hann þar fyrir Endre Ove Brenne, Jon André Röyrane og Robert Sandnes.
Martin Haanes, sem var til reynslu hjá Selfossi fyrr í vikunni, er farinn aftur til Noregs en samkvæmt heimildum sunnlenska.is hafði hann ekki áhuga á að ganga til liðs við félagið.
Selfyssingar taka á móti Valsmönnum annað kvöld og verður Hermo væntanlega í leikmannahópnum ásamt Hafþóri Þrastarsyni sem er að koma á Selfoss að láni frá FH.