Körfuknattleiksdeild Hamars og Máté Dalmay, sem þjálfað hefur karlalið félagsins síðustu tvö tímabil, hafa komist að samkomulagi um að Máté haldi áfram sem þjálfari liðsins á komandi keppnistímabili 2020/21.
Lið Hamars var í öðru sæti 1. deildarinnar þegar timabilið var flautað af vegna COVID-19 faraldursins með 19 sigurleiki og 3 töp.
Hamarsmenn voru óánægðir með niðurstöðu stjórnar KKÍ sem ákvað að Höttur myndi eitt liða fara upp úr 1. deildinni og Hvergerðingar sátu eftir. Stjórn Hamars fordæmdi vinnubrögð stjórnar KKÍ og telur ákvörðunina ólöglega. Ekkert hefur þó heyrst meira frá KKÍ vegna málsins og því er líklegt að Máté muni stýra liðinu í 1. deildinni næsta vetur.