Meistaradeild Olís hafin

Um sexhundruð drengir í 5. flokki eyða helginni á Selfossi og keppa á Olísmótinu í knattspyrnu.

Fyrstu leikir mótsins hófust kl. 14 í dag og þá var í fyrsta skipti leikið á nýjum aðalvelli Selfyssinga auk þess sem nýji frjálsíþróttavöllurinn er notaður á mótinu. Formleg vallaropnun á aðalvellinum verður þó ekki fyrr en 19. ágúst þegar Selfoss mætir Keflavík í Pepsi-deild karla.

Alls eru 60 lið skráð til leiks á Olísmótinu og hafa þau aldrei verið fleiri. Drengjunum fylgja foreldrar og fararstjórar og því má reikna með að gestafjöldinn á Selfossi verði mikill um helgina en þar fer einnig fram bæjarhátíðin Sumar á Selfossi.

Fyrri greinGóður gangur í Rangánum
Næsta grein„Bólginn og aumur og varla talandi“