Mikil spenna var fyrir síðasta mótið í Suðurlandsmótaröð barna og unglinga í golfi sem haldið var í gær á Strandarvelli við Hellu.
Mikil spenna var fyrir mótið hverjir yrðu Suðrlandsmeistarar í sínum flokki en þetta var lokaumferðin í fjögurra móta röð. Keppendur söfnuðu stigum og giltu þrjú bestu mótin hjá hverjum keppanda.
Í byrjendaflokki stelpna sigraði Heiðrún Anna Hlynsdóttir annað mótið í röð. Tinna Rún Kristjánsdóttir var önnur og Anna Lára Ölversdóttir þriðja en allar eru þær í Golfklúbbi Selfoss.
Í byrjendaflokki stráka sigraði GOSarinn Máni Páll, Matthías Pálsson, GHG, varð annar og Þorsteinn Gunnarsson, GOS, þriðji.
Í flokki 12 ára og yngri stelpna sigraði Ásta Björt, GV og Sesselía Sólveig Birgisdóttir, GOS, varð önnur.
Fannar Ingi Steingrímsson, GHG, sigraði í flokki stráka 12 ára og yngri og tryggði sér þar með Suðurlandsmeistaratitilinn í flokknum. Annar í mótinu á Hellu varð Andri Páll Ásgeirsson, GOS og Daníel Ingi, GV, þriðji.
Hjá stelpum 13-14 ára sigraði Alexandra Gretarsdóttir, GOS, og þar með varð hún Suðurlandsmeistari í flokknum. Magnea Jóhansdóttir, GV, varð önnur í gær og Katrin Eik Össurardóttir, GHG, þriðja.
Dagur Arnarson, GV, sigraði í flokki 13-14 ára stráka, Anton Arnarsson, GOS, varð annar og Helgi Hjaltason, GOS, þriðji. Símon Leví Héðinsson, GOS, hafði tryggt sér sigur í flokknum fyrir lokamótið.
Árni Evert Leósson, GOS, var eini keppandinn í flokki 15-16 ára í gær og hann stigakeppnina í flokknum.
Í flokki 17-18 ára hafði Jón Ingi Grímsson, GOS, tryggt sér sigurinn í stigakeppninni og tók ekki þátt í gær. Kristgeir Orri Grétarsson, GV, sigraði á Hellu og félagi hans Sveinn Sigurðsson varð annar.