Meistararnir fá Leik

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Íslands- og bikarmeistarar Hamars í blaki karla hafa styrkt leikmannahópinn sinn enn frekar fyrir komandi keppnistímabil og undirritað samning við Tomek Leik frá KPS Gietrzwald í Póllandi.

Leik er ætlað að fylla skarð Radoslaw Rybak, þjálfara liðsins, en hann gengdi stóru hlutverki innan sem utan vallar á síðustu leiktíð. Rybak mun einbeita sér að þjálfun liðsins í vetur og bindur félagið miklar vonir við Leik bæði í vörn og sókn.

Leik er 26 ára og hefur alla tíð spilað í Póllandi. Hann byrjaði að spila blak af alvöru í framhaldsskóla og hefur verið sívaxandi sem leikmaður og verður áhugavert að sjá hann reyna sig í Mizuno deildinni í vetur. Leik er í leikmannahópi Hamars í kvöld klukkan 18:00 þegar Hamar og Afturelding mætast í Meistarakeppni Blaksambandsins í Varmá í Mosfellsbæ.

Fyrri greinSkólakrakkar á Ólympíuspretti
Næsta greinGöngustígur tileinkaður Guðmundi