Selfyssingar taka á móti Íslands- og bikarmeisturum KR í Lengjubikar karla í knattspyrnu á gervigrasvellinum á Selfossi í kvöld kl. 19.
Þetta er síðasti leikur liðanna í riðli 1 í A-deild Lengjubikarsins. KR er í 3. sæti riðilsins með tólf stig en Selfyssingar eru í 6. sæti með fjögur stig. Með sigri á KR ennþá möguleika á að komast í úrslitakeppni Lengjubikarsins.