Í dag var dregið í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla og 8-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu.
Það verður stórleikur á Selfossvelli þann 28. júní þegar karlalið Selfoss tekur á móti Íslands- og bikarmeisturum Víkings. Ægismenn voru einnig í pottinum og þeir taka á móti 1. deildarliði Fylkis. Leikur þeirra fer fram þann 26. júní.
Hjá konunum fá Selfyssingar heimaleik gegn Þór/KA í 8-liða úrslitunum. Liðin mættust í Bestu deildinni á dögunum fyrir norðan og þá hafði Selfoss 1-0 sigur. Bikarleikurinn verður spilaður 10. eða 11. júní næstkomandi.