Meistararnir sögðu bless í lokin

Daniel Mortensen. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Íslandsmeistarar Þórs eru komnir í 1-0 í einvíginu gegn Grindavík í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins í körfubolta. Fyrsti leikur liðanna var í Þorlákshöfn í kvöld.

Bíltúrinn austur Suðurstrandarveginn virtist fara vel í Grindvíkinga sem voru sterkari í fyrri hálfleik og leiddu 45-50 í hálfleik.

Seinni hálfleikurinn var æsispennandi. Grindavík hélt forskoti sínu allt þar til tæpar fimm mínútur voru eftir að Þórsarar jöfnuðu 78-78. Þór komst yfir í kjölfarið og sögðu bless við Grindvíkinga, lokatölur 93-88, eftir glæsilegan endasprett meistaranna.

Daniel Mortensen var stigahæstur Þórsara í kvöld með 23 stig, Ronaldas Rutkauskas skoraði 22 og tók 15 fráköst, Luciano Massarelli skoraði 15 stig og sendi 9 stoðsendingar og þeir Glynn Watson og Emil Karel Einarsson skoruðu báðir 13 stig.

Leikur tvö fer fram í Grindavík á laugardaginn klukkan 19:15.

Fyrri greinSelfoss hafði engan áhuga á að tapa
Næsta greinFramsókn býður til málefnafundar