Mest lesnu íþróttafréttir ársins

Íþróttalífið á Suðurlandi var í blóma á árinu. Hér eru taldar upp tíu mest lesnu íþróttafréttirnar á sunnlenska.is á árinu sem er að líða.

1. Myndbirting á Facebook breytti öllu
Helga Dóra Gunnarsdóttir, Body Rock þjálfari á Selfossi, birti myndir af árangri sínum á Facebook síðu sinni um síðustu áramót og í haust hóf hún að stýra námskeiðum í Body Rock æfingum.

2. Tapsár KR-ingur grýtti bíl
Stuðningsmenn KR tóku tapinu gegn Þór í Þorlákshöfn í úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla í körfubolta misvel en einn þeirra var staðinn að verki við að grýta bifreið sem stóð við heimahús rétt við íþróttahúsið.

3. Helgi valinn íþróttamaður ársins
Helgi Ármannsson, knattspyrnumaður úr KFR, var valinn íþróttamaður Rangárþings ytra árið 2011.

4. Selfossvöllur lítur fáránlega vel út
Aðalvöllurinn á íþróttasvæðinu á Selfossi var sleginn í fyrsta skipti á árinu þann 20. apríl og leit þá út eins og um hásumar.

5. Kostar ekki krónu á völlinn
Knattspyrnudeild Umf. Selfoss og Krónan skrifuðu undir styrktarsamning á í maí þar sem Krónan keypti alla heimaleiki kvennaliðs Selfoss í Pepsi-deildinni og bauð viðskiptavinum sínum frímiða.

6. „Selfoss er minn klúbbur“
Gunnar Borgþórsson tók við starfi þjálfara kvennaliðs Selfoss í knattspyrnu í september.

7. Glæsilegur árangur Björgvins Karls
Björgvin Karl, tvítugur Stokkseyringur, og þjálfari hjá Crossfit Hengli í Hveragerði varð í öðru sæti á Íslandsmótinu í Crossfit sem fram fór í byrjun desember.

8. Tólf keppendur frá Selfossi valdir í landslið
Tólf keppendur frá fimleikadeild Umf. Selfoss voru valdir í landslið Íslands fyrir Evrópumótið í hópfimleikum sem fram fór í Danmörku í október. Auk þess fara tveir landsliðsþjálfarar frá Selfossi á mótið.

9. „Það var aldrei spurning“
Jóhann Ólafur Sigurðsson og Einar Ottó Antonsson skrifuðu undir tveggja ára samning við knattspyrnulið Selfyssinga í október. Þeir eru báðir heimamenn sem spiluðu ekki með liðinu í Pepsi-deildinni í sumar.

10. Sabrína semur við ÍBV
Sabrína Lind Adolfsdóttir frá Hvolsvelli er fyrsta knattspyrnukonan úr samstarfi Knattspyrnufélags Rangæinga og ÍBV sem gerir samning við meistaraflokk ÍBV.

Fyrri greinAlvarlegt köfunarslys í Silfru
Næsta greinBanaslys í Silfru