Metstökk Evu Maríu tryggði henni gullið

Eva María Baldursdóttir. Ljósmynd/Frjálsíþróttasamband Íslands

Eva María Baldursdóttir, Umf. Selfoss, vann glæsilegan sigur í hástökki á frjálsíþróttamóti Reykjavik International Games í Laugardalshöllinni í gær.

Eva María stökk 1,78 m og bætti sinn besta árangur innanhúss um tvo sentimetra. Þessi árangur er HSK met í flokkum 18-19 ára og 20-22 ára, en Eva átti sjálf héraðsmetið fyrir.

Eva María á best 1,81 m utanhúss og er hún þar með búin að ná lágmarki inn á Evrópumeistaramót 20 ára og yngri, sem verður vonandi haldið í Tallin í Eistlandi í júlí.

 

Fyrri greinÞriðja lagið af væntanlegri plötu Moskvít
Næsta greinEkkert samfélagssmit á Suðurlandi síðasta mánuðinn