Í dag hefst lengsta og fjölmennasta utanvega hlaupi á Íslandi, Salomon Hengil Ultra í Hveragerði. Allir bestu utanvegahlauparar landsins eru skráðir til leiks og örfáir erlendir keppendur.
Á síðustu tíu árum hlaupið vaxið upp í það að verða einn stærsti íþróttaviðburður landsins og er ásóknin slík að skráningum var lokað í apríl. Skipuleggjendur mótsins hafa verið með hóp starfsfólks í Hveragerði frá því um síðustu helgi til að vinna við uppsetningu mótsins.
Rúmlega 1.300 keppendur eru skráðir sig til leiks. Hengill Ultra var fyrst hlaupin árið 2012 og þetta verður því í tíunda sinn sem hlaupið fer fram en í þessi tíu ár hefur hlaupið þróast og umgjörð þess vaxið á milli ára. Hlaupið í fyrra sprengdi öll fyrir met en þá voru um 700 þátttakendur sem hlupu en hlaupið hefur verið í fimm mismunandi vegalengdum en í ár bætist enn ein vegalengdin í hlaupið en það er svokallað 100 mílna hlaup en það er eins nafnið gefur til kynna 161 km hlaup.
Kl. 14:00 í dag verða ræstir keppendur í 100 mílna hlaupinu en 20 íslendingar eru skráðir til leiks í henni. Kl. 22:00 eru svo hlauparar í 106 km brautinni ræstir en þátttakendur í henni eru um það bil 60 talsins. Á laugardagsmorgun klukkan 8:00 ræsa svo 260 keppendur í 53 km hlaupinu og eftir hádegi verða hópar ræstir með reglulegu millibili í 26 km, 10 km og 5 km hlaupunum.
„Við erum að passa það að keppnin vaxa ekki of hratt. Við höfum lagt mikla áherslu á það að vinna þetta í mjög nánu sambandi við íbúa og stjórnendur í Hveragerði. Til þessa höfum við fundið fyrir frábærum meðbyr og miklum vilja til að styðja við verkefnið. Í sumar sem leið leyfi ég mér að fullyrða að við „opnuðum“ bæinn eftir erfiðan Covid vetur. Margir veitingastaðir og hótel fóru á fullt skrið aftur fyrir helgina og það var frábært að finna það að hlaupið var að skila viðskiptum í nærsamfélagið. Næsta sumar gerum við enn betur,“ segir Þórir Erlingsson, mótsstjóri Víkingamótanna.
Hlaupið er hluti af Víkingamóta röðinni en henni tilheyra líka KIA Gullhringurinn sem hjólaður er á Suðurlandi, Eldslóðin utanvegahlaup og Landsnet MTB fjallahjólakeppni sem báðar fara fram í Heiðmörkinni við borgarmörkin.