Selfoss lagði ÍR á útivelli í hörkuleik í Grill 66 deild kvenna í handbolta í kvöld, 23-25.
Leikurinn var í járnum allan tímann, ÍR náði þriggja marka forskoti í fyrri hálfleik, 11-8, en þá tóku Selfyssingar leikhlé og jöfnuðu í kjölfarið 13-13. Staðan var 14-15 í leikhléi, Selfossi í vil.
Seinni hálfleikurinn var jafn og spennandi en þegar leið að lokum náði Selfoss þriggja marka forskoti, 20-23. ÍR skoraði síðustu tvö mörk leiksins en það kom ekki að sök og Selfoss vann tveggja marka sigur, 23-25.
Tinna Traustadóttir átti fínan leik fyrir Selfoss í kvöld og var markahæst mð 7 mörk, Hulda Dís Þrastardóttir skoraði 5, Katla María Magnúsdóttir og Agnes Sigurðardóttir 4, Rakel Guðjónsdóttir skoraði 3 mörk og var með 100% skotnýtingu eins og Katla Björg Ómarsdóttir sem skoraði 2.
Henriette Östergård varði 9 skot og var með 29% markvörslu.
Selfoss er áfram með fullt hús eftir fjóra leiki í deildinni og átta stig í toppsætinu. ÍR er í 3. sæti með 6 stig, þannig að stigin sem söfnuðust í kvöld voru Selfyssingum mikilvæg.