Ægir missti af mikilvægum stigum í toppbaráttu 2. deildar karla í knattspyrnu í dag þegar liðið tapaði 4-1 gegn KFA í Fjarðabyggðarhöllinni.
Leikurinn fór fjörlega af stað og eftir tólf mínútna leik voru bæði lið búin að skora sjálfsmark. KFA komst svo yfir aftur á lokamínútu fyrri hálfleiks og staðan var 2-1 í leikhléi.
Heimamenn reyndust sterkari í seinni hálfleiknum og þeir skoruðu tvívegis um hann miðjan, án þess að Ægismenn næðu að svara fyrir sig.
Ægir er áfram í 3. sæti deildarinnar með 29 stig en KFA er í 6. sæti með 18 stig.