Mílan átti erfitt uppdráttar þegar liðið mætti Víkingum á útivelli í 1. deild karla í handbolta. Mílan skoraði aðeins fjögur mörk í fyrri hálfleik og lokatölur urðu 27-13.
Leikurinn fór mjög hægt af stað en eftir sjö mínútna leik var staðan aðeins 1-1. Þá tóku Víkingar við sér, komust í 8-3 og staðan var 9-4 í hálfleik.
Í seinni hálfleik tóku Víkingar öll völd á vellinum. Staðan var 17-8 eftir fimmtán mínútna leik og Víkingar bættu enn frekar í og munurinn var fjórtán mörk þegar upp var staðið.
Atli Kristinsson og Guðbjörn Tryggvason voru markahæstir hjá Mílan með 4 mörk, Árni Felix Gíslason skoraði 3 og þeir Magnús Már Magnússon og Ingvi Tryggvason skoruðu sitt markið hvor.
Stefán Ármann Þórðarsson varði 12 skot í marki Mílan, þar af 9 í fyrri hálfleik og Bogi Pétur Thorarensen varði 3.