Mílan tapaði 26-28 þegar Víkingur R kom í heimsókn í Vallaskóla í kvöld í 1. deild karla í handbolta.
Mílan hafði frumkvæðið í upphafi leiks en Víkingar jöfnuðu 8-8 um miðjan fyrri hálfleikinn. Mílan lék hægan, en árangursríkan handbolta á tímabili, og náði aftur forystunni, en staðan var 14-13 í hálfleik. Gestirnir reyndust svo sterkari í síðari hálfleiknum og unnu að lokum með tveggja marka mun.
Atli Kristinsson var markahæstur hjá Mílunni með 8 mörk, Gunnar Ingi Jónsson skoraði 5, Gunnar Páll Júlíusson og Hlynur Bogason voru báðir 3 mörk, Gísli Olgeirsson, Sigurður Már Guðmundsson og Trausti Magnússon skoruðu allir 2 og Magnús Már Magnússon 1.
Mílan er áfram langneðst í deildinni með 3 stig, en Víkingar eru í 3. sæti sem sakir standa með 24 stig.