Mílumenn fóru fýluferð til Akureyrar í dag þar sem liðið tapaði stórt gegn KA í Grill 66 deildinni í handbolta. Lokatölur urðu 31-12.
KA, sem er í toppsæti deildarinnar, leiddi 13-7 í hálfleik en Mílan skoraði aðeins fimm mörk í síðari hálfleik á meðan að heimamenn léku á als oddi.
Árni Geir Hilmarsson var markahæstur hjá Mílunni, skoraði fjórðung marka liðsins, Páll Bergsson skoraði 2 og þeir Ketill Hauksson, Örn Þrastarson, Eyþór Jónsson, Trausti Elvar Magnússon og markvörðurinn Sverrir Andrésson skoruðu allir 1 mark.
Mílan hefur 3 stig í 9. sæti deildarinnar en KA er á toppnum með 20 stig.