Mílan sigraði í fyrsta leik

ÍF Mílan sigraði Hamrana 21-15 í fyrsta leik félagsins í 1. deild karla í handbolta í gær.

Mílan skoraði fyrsta mark leiksins en eftir það tóku Hamrarnir öll völd og náðu mest 3-7 forskoti. Þá tók Mílan góðan sprett með sex mörkum í röð og leiddi 9-7 í hálfleik.

Mílan hélt forystunni allan seinni hálfleikinn og vann að lokum sex marka sigur, 21-15.

Örn Þrastarson, Óskar Kúld og Ársæll Einar Ársælsson voru markahæstir hjá Mílunni með 4 mörk. Árni Felix Gíslason og Guðmundur Garðar Sigfússon skoruðu báðir 2 mörk og þeir Ívar Grétarsson, Atli Marel Vokes, Magnús Már Magnússon, Róbert Daði Heimisson og Rúnar Hjálmarsson skoruðu allir 1 mark.

Ástgeir Sigmarsson varði 13 skot í marki Mílunnar og var með 32,5% markvörslu.

Fyrri greinSelfossveitur taka 80 milljóna króna lán
Næsta greinAnna Guðrún vann silfurverðlaun