Mílan tapaði 32-21 þegar liðið mætti deildarmeisturum Fjölnis í lokaumferð 1. deildar karla í handbolta á útivelli í kvöld.
Fjölnismenn höfðu örugg tök á leiknum allan tímann og leiddu með níu mörkum í hálfleik, 20-11. Seinni hálfleikurinn var jafnari en lokatölur urðu 32-21.
Sigurður Már Guðmundsson var markahæstur hjá Mílunni með 7 mörk, Einar Sindri Ólafsson og Gunnar Páll Júlíusson skoruðu báðir 3 mörk, Gunnar Ingi Jónsson, Hermann Guðmundsson og Eyþór Jónsson 2 og þeir Ketill Hauksson og Guðbjörn Tryggvason skoruðu báðir 1 mark.
Mílan lauk leik í vetur með 3 stig á botni deildarinnar. Liðið vann einn leik og gerði eitt jafntefli, en tapaði tuttugu leikjum.