Fyrri umferð héraðsmóts HSK í blaki karla fór fram þann 19. nóvember á Laugarvatni og tóku fimm lið þátt, sem er fjölgun um tvö frá síðustu mótum.
Mímir mætti með lið með ungum og efnilegum nemendum Menntaskólans að Laugarvatni og Hamar tefldi fram ungu liði Nagla.
Mímir, sem er eitt aðildarfélaga HSK, tók fyrst þátt í mótinu árið 1977 og varð þá HSK meistari. Á næstu árum þar á eftir tók félagið þátt í fimm skipti, síðast árið 1987 og varð í öll skiptin í öðru sæti.
Staðan eftir fyrri umferð er þessi:
1. Hamar – 4 unnar hrinur
2. UMFL – 4 unnar hrinur og 1 töpuð
3. UMFH – 3 unnar hrinur og 4 tapaðar
4. Mímir – 2 unnar hrinur og 2 tapaðar
5. Naglar – 0 unnar hrinur og 6 tapaðar