Fyrri hluti héraðsmóts HSK í blaki kvenna fór fram á Flúðum 20. nóvember. Tíu lið voru mætt til leiks og hafa ekki verið jafn mörg í 11 ár. Árið 2013 var sett met í fjölda þátttökuliða á héraðsmóti kvenna, sem nú var jafnað.
Athygli vakti að til leiks mætti lið frá Íþróttafélaginu Mími sem er lið nema Menntaskólans að Laugarvatni. Mímir tók þátt í mótinu á fyrstu árum þess og varð HSK meistari í fjögur skipti, árin 1987, 1988, 1992 og 1993. Mímir tók síðast þátt í mótinu árið 1997, hlé á þátttöku félagsins varði því í 27 ár.
Seinni umferð verður spiluð eftir áramót en úrslitin nú segja til um það hvaða lið raðast saman.
Liðin sem spila um efstu sætin verða:
1- Laugdælur A
2- Hrunakonur A
3- Dímon Hekla A
4- Dímon Hekla B
5- Laugdælur B
Liðin sem spila um neðri sætin verða:
6- Hamar
7- Dímon Hekla C
8- Mímir
9- Hvöt
10-Hrunakonur B