Minniboltalið Hamars/Þórs náðu góðum árangri í fyrstu törnum vetrarins og unnu alla sína leiki.
Um síðustu helgi spiluðu stúlkurnar að Ásvöllum í Hafnarfirði þar sem þær stóðu sig með stakri prýði og unnu alla sína leiki. Liðið vann örugga sigra á Fjölni og ÍR en leikirnir við KR og Haukar voru hörkuleikir þar sem úrslit réðust á síðustu mínútunum.
Sunnudaginn 22. október spiluðu strákarnir í Hamar/Þór fyrstu törn vetrarins í sínum aldurshópi. Strákarnir voru þarna að spila í fyrsta skipti sem sameiginlegt lið frá Hveragerði og Þorlákshöfn og er skemmst frá því að segja að strákarnir stóðu sig með stakri prýði og unnu alla sýna leiki. Hamar/Þór mætti Fjölni b, Val og Þór Ak. Sigurinn var ekki í hættu í leikjunum gegn Fjölni og Val en leikurinn við Þór Ak var hreinn úrslitaleikur um sigur í riðlinum. Strákarnir stóðust prófið og unnu sigur 39-32 og spila því næst í B-riðli.