Þann 5. febrúar heldur knattspyrnudeild Umf. Selfoss firma- og hópakeppni til minningar um Guðjón Ægi Sigurjónsson.
Mótið var haldið í fyrsta skipti í fyrra og tókst frábærlega. Dagurinn verður því endurtekinn nú og gerður að árlegum viðburði. Leikin verður knattspyrna í íþróttahúsinu Iðu og einnig í íþróttahúsinu við Vallaskóla.
Fyrirtæki og hópar geta skráð sig til leiks í mótið og er það öllum opið. Nánari upplýsingar og skráning eru hjá Sveinbirni, s. 897-7697, Tómasi, s. 699-0660, og Sævari, s. 899-0887.
Um kvöldið verður svo styrktarball meistaraflokks knattspyrnudeildar Selfoss í Hvítahúsinu á Selfossi. Nokkrar sunnlenskar hljómsveitir munu þar troða upp.
Strákarnir hvetja alla stuðningsmenn, velunnara og aðra sunnlendinga til að fjölmenna, húsið opnar kl. 23.00 og kostar aðeins 2000kr inn og er 18 ára aldurstakmark. Athugið sérstaklega að ballið er opið öllum og um að gera taka daginn frá strax.