Misstu af sæti á HM

U21 árs lið Íslands í handbolta tapaði í dag fyrir Serbíu í úrslitaleik um sæti á HM í Grikklandi í sumar.

Staðan í hálfleik var 14-13, Íslandi í vil en Serbar voru sterkari í seinni hálfleik og sigruðu 28-24.

Leikið var í Serbíu en fyrir leikinn í dag höfðu bæði lið unnið bæði Makedóníu og Eistland. Það var því ljóst að sigurvegarinn í dag myndi tryggja sér efsta sætið í riðlinum og það eina sem dugði til að komast á HM.

Bjarki Már Elísson var markahæstur hjá íslenska liðinu með 8 mörk. Ragnar Jóhannsson skoraði 2 og Guðmundur Árni Ólafsson 1.

Fyrri greinSannfærandi hjá Þórsurum
Næsta greinÖruggt hjá Hamri í Hólminum