Mjög góð þátttaka í Kvennahlaupinu

Kvennahlaup ÍSÍ er haldið um land allt í dag en á Suðurlandi er hlaupið á tuttugu stöðum.

Þátttakan í hlaupinu var mjög góð á Selfossi en þar hlupu um 300 konur að þessu sinni. Hlaupnar voru þrjár vegalengdir og voru þátttakendur á öllum aldri.

Að loknu hlaupi fengu allir verðlaunapening og boð í pylsuveislu, auk þess sem frítt er í sund fyrir hlauparana.

Fyrri greinRanarokk endurvakið í dag
Næsta greinKafari drukknaði í Silfru