Mögnuð tilþrif á ÓB-mótinu

ÓB-mótinu í 5. flokki karla í knattspyrnu lauk í dag á JÁVERK-vellinum á Selfossi eftir þriggja daga keppni.

Um 450 strákar á aldrinum 11-12 ára kepptu á mótinu og mátti sjá mögnuð tilþrif innan vallar og mikil spenna var í mörgum leikjum, sérstaklega í dag þar sem leikið var til úrslita. ÓB-móts meistarar 2016 urðu ÍR-ingar en efstu þrjú liðin í hverjum riðli voru verðlaunuð.

Auk þess að spila fótbolta fóru strákarnir meðal annars í sundlaugarpartý, í bíó og á kvöldvöku með Ingó Veðurguð.

Að sögn Sveinbjörns Mássonar, framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar Selfoss, gekk mótið mjög vel fyrir sig og þá hafi veðurblíðan sem lék við mótsgesti alla helgina hjálpað til við það.

Fyrri greinMilljónamiði í Olís á Selfossi
Næsta greinSlasaðist í vélsleðaslysi