Það var margt um manninn þegar motocross braut akstursíþróttadeildar Ungmennafélagsins Heklu opnaði á Hellu síðastliðinn laugardag.
Málið á sér langan aðdraganda en hugmyndin um motocrossbraut kom upp fyrst í september 2019 og var síðan tekin fyrst formlega fyrir í stjórnsýslunni í mars 2021. Brautin er staðsett rétt austan við Hellu við Rangárvallaveg. Eftir skipulagsferli var nýtt deiliskipulag af svæðinu samþykkt í maí í fyrra og nú er brautin orðin að veruleika.
„Það er mikið fagnaðarefni að akstursíþróttafólk fái nú loks sérhannað og afmarkað svæði til iðkunar á þessari íþrótt en vandað hefur verið til verka og umgjörð öll til fyrirmyndar,“ segir í tilkynningu frá Rangárþingi ytra.
