Árlegu fyrirtækjamóti í litbolta hjá litboltavollur.is lauk með sigri N1 í Hveragerði. Mótinu lauk í síðustu viku að Bíldsfelli í Grafningi.
Mikill stemmning var í keppninni en að lokum var það N1 í Hveragerði sem bar sigur úr býtum. Hörð barátta var um annað sætið en það var verslun N1 á Selfossi sem náði því og þriðja sætið tóku drengirnir í Dressman. Fjórhjólalagerinn varð í 4. sæti.
Alls tóku átta lið þátt í keppninni. Eftir að mótinu lauk spiluðu lið N1 gegn liðunum í 3. og 4. sæti og töpuðu þá N1 menn. „Síðustu menn standandi í liði áskorenda voru tveir aldursforsetar mótsins, enda er litbolti fyrir alla aldurshópa,“ sagði Sigurður Kristinsson, hjá litboltavollur.is, í samtali við sunnlenska.is.