Á gamlársdag kl. 11:00 verður Naglahlaupið ræst í annað sinn á Hvolsvelli. Hlaupaleiðin er um sjö kílómetrar innanbæjar og við Hvolsvöll.
Ræst verður frá Björgunarsveitarhúsinu, Dufþaksbraut 10 og hlaupið endar þar líka eins og sést á meðfylgjandi korti.
Á meðan og eftir að hlaupið fer fram mun vera opið í flugeldasölu Björgunarsveitarinnar Dagrenningar og því tilvalið að koma við þar eftir hlaup.
Frekari upplýsingar má sjá hér á Facebook síðu hlaupsins.