Nat-vélin skiptir um lið á Spáni

Hvergerðingurinn Ragnar Nathanaelsson hefur yfirgefið herbúðir spænska körfuboltaliðsins Cáceres Ciudad del Baloncesto og gengið til liðs við El Arcos Albacete.

Karfan.is greinir frá þessu

Cáceres Ciudad er í LEB Oro deildinni spænsku en El Arcos Albacete deild neðar, í LEB Plata deildinni. Liðið er sem stendur í 13. sæti þeirrar deildar, aðeins þremur stigum frá úrslitakeppni, þrátt fyrir að vera í fallsæti.

Aðspurður segist Ragnar vera spenntur fyrir þessu verkefni og að spila með þessu nýja liði leggjist mjög vel í hann. Varðandi það hvort að möguleikinn á að koma aftur heim til Íslands að spila hafi komið upp sagði Ragnar í samtali við Karfan.is að Ísland sé ekki að fara neitt og að það væri ekki alltaf sem að það væri möguleiki að spila sem atvinnumaður erlendis.

Ragnar fór til Spánar fyrir þetta tímabil og hefur komið við sögu í öllum leikjum Cáceres og spilað að meðaltali um 7 mínútur í leik.

Fyrri greinLögreglumenn þefuðu uppi kannabis
Næsta greinSet styður við knattspyrnu á Selfossi