Natan Hugi stal senunni

Natan Hugi með viðurkenningu sem keppandi mótsins. Ljósmynd: Umf. Selfoss

Keppendur Ungmennafélags Selfoss náðu góðum árangri á bikarmóti Taekwondosambands Íslands sem haldið var í Ármannsheimilinu um síðustu helgi.

Þorsteinn Ragnar Guðnason hélt áfram að gera góða hluti í formum og uppskar þrenn verðlaun, það er 2. sæti í einstaklingsformum, 3. sæti í paraformum og 1. sæti í hópaformum.

Natan Hugi Hjaltason stal hins vegar senunni á mótinu þar sem hann hlaut gullverðlaun í -63 kg flokki junior karla og var einnig valinn maður mótsins með hæstu stigatölu.

Margrét Edda Gnarr keppti í einstaklingsformum senior kvenna og hlaut bronsverðlaun og Sigurjón Bergur Eiríksson keppti í -80 kg flokki senior karla í bardaga og hlaut einnig bronsverðlaun.

Fyrri greinMarteinn og Gunnar fengu menningarviðurkenningu Árborgar
Næsta grein„Markmiðið að gera betur en í fyrra“