FSu tapaði naumlega fyrir Val þegar liðin mættust í 1. deild karla í körfubolta í Iðu á Selfossi í kvöld.
Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en staðan í leikhléinu var 43-43. Gestirnir tóku hins vegar af skarið í upphafi seinni hálfleiks og náðu svo tólf stiga forskoti í upphafi 4. leikhluta, 60-72.
Eftir það voru heimamenn sterkari en FSu náði að minnka muninn niður í þrjú stig þegar 44 sekúndur voru eftir af leiknum. Það reyndust síðustu stig FSu í leiknum og gestirnir innsigluðu sigurinn á vítalínunni í lokin. Lokatölur 76-81.
FSu er áfram í 7. sæti deildarinnar með 14 stig en Valur er í 3. sæti með 30 stig.
Tölfræði FSu: Terrence Motley 36 stig/15 fráköst/9 stolnir, Ari Gylfason 19 stig, Hlynur Hreinsson 6 stig, Jón Jökull Þráinsson 6 stig, Arnþór Tryggvason 4 stig, Svavar Ingi Stefánsson 2 stig, Haukur Hreinsson 2 stig/4 fráköst, Helgi Jónsson 1 stig.