Naumt tap á heimavelli

Íris Ásgeirsdóttir skoraði 10 stig í dag. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar tapaði naumlega fyrir Tindastóli í 1. deild kvenna í körfubolta í dag, þegar liðin mættust í Hveragerði.

Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik, Hamar leiddi 18-15 eftir fyrsta leikhluta en staðan var 28-34 í hálfleik, eftir góðan sprett gestanna.

Í seinni hálfleik hélst munurinn svipaður allan tímann. Liðin skiptust á áhlaupum í 3. leikhluta en staðan eftir hann var 50-55. Hamar náði að minnka muninn í þrjú stig í upphafi 4. leikhluta en nær komust Hvergerðingar ekki og gestirnir héldu fagnandi heim á leið.

Íris Ásgeirsdóttir átti stórleik fyrir Hamar í dag, skoraði 30 stig, en það dugði ekki til. Hamar er í neðsta sæti 1. deildarinnar með 2 stig en Tindastóll er tveimur sætum ofar með 4 stig.

Tölfræði Hamars: Íris Ásgeirsdóttir 30/6 fráköst/5 stolnir, Álfhildur E. Þorsteinsdóttir 11/19 fráköst, Bjarney Sif Ægisdóttir 8/5 fráköst, Dagrún Inga Jónsdóttir 5/4 fráköst, Gígja Marín Þorsteinsdóttir 5/8 fráköst, Katrín Eik Össurardóttir 3/6 fráköst, Perla María Karlsdóttir 1, Fríða Margrét Þorsteinsdóttir 6 fráköst.

Fyrri greinÁkvörðun FF breytir engu um áherslur Karls Gauta sem þingmaður
Næsta greinStórt tap á heimavelli