Ungmennalið Selfoss heldur áfram að gera góða hluti í Grill66 deild karla en í dag tapaði liðið naumlega gegn Þór Akureyri í Set-höllinni á Selfossi, 24-25.
Leikurinn var jafn framan af en þegar leið á fyrri hálfleikinn náðu Þórsarar góðu forskoti og staðan var 12-17 í hálfleik.
Selfyssingar tóku sig á í seinni hálfleik, spiluðu frábæra vörn og nálguðust Þórsara hægt og bítandi. Munurinn var orðinn eitt mark, 22-23, þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir. Þórsarar voru skrefinu á undan á lokakaflanum, Selfoss átti síðustu sókn leiksins en markvörður Þórs varði síðasta skotið.
Vilhelm Freyr Steindórsson var markahæstur Selfyssinga með 7 mörk, Guðjón Baldur Ómarsson skoraði 5, Haukur Páll Hallgrímsson 4/1, Daníel Karl Gunnarsson, Hans Jörgen Ólafsson 2, Árni Ísleifsson 2/2 og þeir Einar Ágúst Ingvarsson og Sölvi Svavarsson skoruðu 1 mark hvor.
Alexander Hrafnkelsson varði 12/1 skot í marki Selfoss og var með 32% markvörslu.
Liðin voru með jafn mörg stig fyrir leik en eftir leikinn eru Þórsarar í 4. sæti með 10 stig en Selfoss U í 5. sæti með 8 stig.