Naumt tap á heimavelli

Hans Jörgen Ólafsson. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss er enn án stiga í úrvalsdeild karla í handbolta eftir naumt tap gegn Fram í Set-höllinni í kvöld.

Selfyssingar voru skrefinu á undan fyrsta korterið en síðan tóku Framarar forystuna og juku hana jafnt og þétt fyrir hálfleik. Staðan var 12-17 í leikhléi.

Forskot Framara var öruggt framan af fyrri hálfleik og þeir náðu mest sex marka forystu, 20-26. Þá kom góður kafli hjá Selfyssingum sem skoruðu sex mörk í röð og jöfnuðu 26-26 þegar ellefu mínútur voru eftir.

Lokakaflinn var æsispennandi en Framarar héldu eins marks forystu til leiksloka og sigruðu að lokum 27-28.

Tryggvi Sig­ur­berg Trausta­son var markahæstur Selfyssinga með 6 mörk, Rich­ard Sæþór Sig­urðsson skoraði 4, Hann­es Hösk­ulds­son og Hans Jörgen Ólafs­son 3, Ein­ar Sverris­son, Sæþór Atla­son og Ant­on Breki Hjalta­son skoruðu 2 mörk og Gunn­ar Kári Braga­son, Hauk­ur Páll Hall­gríms­son, Ál­varo Mallols og Sverr­ir Páls­son skoruðu allir 1 mark.

Al­ex­and­er Hrafn­kels­son varði 8 skot í marki Selfoss og var með 62% markvörslu og Jón Þór­ar­inn Þor­steins­son varði 7 skot og var með 24% markvörslu.

Fyrri greinRúmar fjórar milljónir króna söfnuðust í Bleika boðinu
Næsta greinSigur í fyrsta heimaleiknum