Selfoss er enn án stiga í úrvalsdeild karla í handbolta eftir naumt tap gegn Fram í Set-höllinni í kvöld.
Selfyssingar voru skrefinu á undan fyrsta korterið en síðan tóku Framarar forystuna og juku hana jafnt og þétt fyrir hálfleik. Staðan var 12-17 í leikhléi.
Forskot Framara var öruggt framan af fyrri hálfleik og þeir náðu mest sex marka forystu, 20-26. Þá kom góður kafli hjá Selfyssingum sem skoruðu sex mörk í röð og jöfnuðu 26-26 þegar ellefu mínútur voru eftir.
Lokakaflinn var æsispennandi en Framarar héldu eins marks forystu til leiksloka og sigruðu að lokum 27-28.
Tryggvi Sigurberg Traustason var markahæstur Selfyssinga með 6 mörk, Richard Sæþór Sigurðsson skoraði 4, Hannes Höskuldsson og Hans Jörgen Ólafsson 3, Einar Sverrisson, Sæþór Atlason og Anton Breki Hjaltason skoruðu 2 mörk og Gunnar Kári Bragason, Haukur Páll Hallgrímsson, Álvaro Mallols og Sverrir Pálsson skoruðu allir 1 mark.
Alexander Hrafnkelsson varði 8 skot í marki Selfoss og var með 62% markvörslu og Jón Þórarinn Þorsteinsson varði 7 skot og var með 24% markvörslu.