Hamar tapaði naumlega þegar liðið heimsótti Sindra á Hornafjörð í 1. deild karla í körfubolta í gær, 90-89.
Jafnræði var með liðunum framan af leik en Sindri náði góðum kafla í 2. leikhluta og leiddi 51-44 í hálfleik. Hamar sótti að Sindramönnum í 3. leikhluta og náði að minnka muninn í 67-65.
Lokakaflinn var spennandi en Sindramenn náðu alltaf að auka forskotið þegar Hamarsmenn gerðu sig líklega. Munurinn varð minnstur 87-86 þegar tvær mínútur voru eftir en nær komust Hvergerðingar ekki.
Jaeden King og Jose Medina voru stigahæstir hjá Hamri með 27 stig og að auki tók King 9 fráköst og Medina átti 7 stoðsendingar. Lúkas Aron Stefánsson skoraði 17 stig og Ragnar Nathanaelsson skoraði 12 stig og tók 9 fráköst.
Eftir sjö umferðir er Hamar í 5. sæti deildarinnar með 8 stig en Sindri er í 2. sæti með 12 stig.