Selfoss tapaði naumlega fyrir Stjörnunni í Olís-deild kvenna í handbolta í gær. Lokatölur urðu 29-28.
Selfoss byrjaði vel í leiknum, komst í 1-5, en Stjarnan náði að minnka muninn og komast yfir þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Undir lok fyrri hálfleiks hafði Stjarnan góð tök á leiknum og tryggði sér fjögurra marka forskot fyrir hálfleik, 17-13.
Seinni hálfleikur var í járnum og Selfossliðið náði með góðri baráttu að jafna metin á lokakafla leiksins, 28-28. Í framhaldinu fóru þær vínrauðu illa að ráði sínu í næstu sóknum á eftir og Stjarnan skoraði síðasta mark leiksins.
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var markahæst Selfyssinga með 10 mörk en þær Elena Birgisdóttir og Adina Ghidoarca skoruðu báðar 5 mörk.