Naumt tap fyrir norðan

Hildur Björk Gunnsteinsdóttir lék vel fyrir Hamar-Þór. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Kvennalið Hamars-Þórs tapaði naumlega gegn Þór Akureyri á útivelli í 1. deildinni í körfubolta í kvöld.

Hamar-Þór skoraði fyrstu sex stigin í leiknum en Þór Aks svaraði með góðu áhlaupi og staðan var 17-19 þegar 1. leikhluta var lokið. Þær sunnlensku höfðu frumkvæðið í 2. leikhluta og höfðu tíu stiga forskot í hálfleik, 33-43.

Forskot Hamars-Þórs hélst svipað í 3. leikhluta en í þeim fjórða fór að halla undan fæti. Þór Ak nálgaðist jafnt og þétt og á lokamínútunni komust heimakonur yfir, 76-74. Hamar-Þór jafnaði strax en Þór Ak átti síðustu sóknina og tryggðu sér sigurinn með flautukörfu, 78-76.

Astaja Tyghter var stigahæst hjá Hamri-Þór með 33 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar. Julia Demirer var sömuleiðis öflug með 22 stig og 9 fráköst.

Hamar-Þór er í 7. sæti deildarinnar með 16 stig en Þór Ak er í 5. sæti með 20 stig.

Tölfræði Hamars-Þórs: Astaja Tyghter 33/11 fráköst/7 stoðsendingar, Julia Demirer 22/9 fráköst, Helga María Janusdóttir 8/5 stoðsendingar, Hildur Björk Gunnsteinsdóttir 8/4 fráköst, Ingibjörg Bára Pálsdóttir 3, Gígja Rut Gautadóttir 2.

Fyrri greinFerðamenn við Vatnajökul sendu út neyðarkall
Næsta greinFriðrik leiðir D-listann í Hveragerði