Hamar/Þór tapaði naumlega gegn Íslandsmeisturum Keflavíkur í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í kvöld, 84-77 í Keflavík.
Hamar/Þór byrjaði frábærlega í leiknum og komst í 2-14 eftir tæplega fjögurra mínútna leik. Þá vöknuðu Keflvíkingar og jöfnuðu 22-22 en Hamar/Þór skoraði síðustu þrjú stigin í 1. leikhluta og staðan var 22-25 að honum loknum.
Í upphafi 2. leikhluta náði Hamar/Þór átta stiga forskoti en Keflvíkingar voru sterkari undir lok leikhlutans og leiddu 48-40 í hálfleik.
Keflavík hélt forystunni allan 3. leikhluta en leikar fóru að æsast í þeim fjórða. Eftir 14-3 áhlaup náði Hamar/Þór að minnka muninn í eitt stig, 76-75, þegar rúmar tvær mínútur voru eftir af leiknum. Nær komust þær ekki og Keflvíkingar voru sterkari á lokaandartökum leiksins.
Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir var stigahæst hjá Hamri/Þór í kvöld með 24 stig en Hana Ivanusa var framlagshæst með 16 stig og 6 fráköst.
Staðan í deildinni er þannig að Hamar/Þór er í 8. sæti með 10 stig en Keflavík er í 3. sæti með 20 stig.
Keflavík-Hamar/Þór 84-77 (22-25, 26-15, 22-17, 14-20)
Tölfræði Hamars/Þórs: Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir 24, Hana Ivanusa 16/6 fráköst, Abby Beeman 14/8 fráköst/9 stoðsendingar, Anna Soffía Lárusdóttir 10/4 fráköst, Jóhanna Ýr Ágústsdóttir 7, Hulda Ósk Bergsteinsdóttir 2, Kristrún Ríkey Ólafsdóttir 2/16 fráköst, Matilda Sóldís Svan Hjördísardóttir 2.