Naumt tap gegn toppliðinu

Örvar Hugason. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Stokkseyringar töpuðu naumlega fyrir toppliði GG í síðasta heimaleik sumarsins í 4. deild karla í knattspyrnu í kvöld.

Örvar Hugason kom Stokkseyri yfir á 16. mínútu en GG-menn jöfnuðu metin á 28. mínútu og staðan var 1-1 í hálfleik.

Allt virtist stefna í jafntefli því síðari hálfleikur var markalaus þangað til að GG náði að skora sigurmarkið í uppbótartímanum og lokatölur urðu 1-2.

Stokkseyri er í neðsta sæti C-riðlils með 9 stig en þeir mæta Berserkjum í lokaumferðinni næstkomandi miðvikudag.

Fyrri greinNýtt hjúkrunarheimili á Selfossi boðið út í næstu viku
Næsta grein„Sveitaball eins og árið 1999“