FSu tapaði naumlega fyrir Stjörnunni þegar liðin mættust í Ásgarði í Domino’s-deild karla í körfubolta í kvöld.
FSu hafði frumkvæðið í leiknum framan af 1. leikhluta en undir lok hans komust Stjörnumenn yfir og staðan var 24-21 að tíu mínútum liðnum.
FSu komst aftur yfir þegar rúmar tvær mínútur voru liðnar af 2. leikhluta og leiddu í hálfleik, 38-45.
Þriðji leikhlutinn var jafn og spennandi en FSu leiddi nánast allan leikhlutann með Stjörnumenn andandi ofan í hálsmálið hjá sér. Munurinn var tvö stig þegar 4. leikhluti hófst, 62-64, og lokaspretturinn var æsispennandi.
FSu náði átta stiga forskoti í upphafi 4. leikhluta, 62-70, en Stjarnan jafnaði þegar fimm mínútur voru eftir, 77-77.
Þegar mínúta var eftir af leiknum leiddi FSu ennþá , 85-87, en Stjörnumenn nýttu síðustu sóknir sínar betur og Justin Shouse kláraði leikinn fyrir Stjörnuna af vítalínunni í lokin. Hann setti niður 4/4 víti á síðustu ellefu sekúndum leiksins.
FSu þarf því enn að bíða eftir fyrsta sigri sínum í deildinni en liðið er í 10. sæti, án stiga.
Tölfræði FSu: Christopher Anderson 19 stig/8 fráköst/3 varin skot, Hlynur Hreinsson 18 stig, Ari Gylfason 16 stig, Cristopher Caird 15 stig/9 fráköst/5 stoðsendingar (23 í framlagseinkunn), Gunnar Ingi Harðarson 9 stig/7 fráköst, Maciej Klimaszewski 5 stig/5 fráköst, Birkir Víðisson 3 stig, Bjarni Geir Gunnarsson 2 stig.