Stúlknalið Hamars/FSu tapaði naumlega fyrir Njarðvík í æsispennandi úrslitaleik í bikarkeppninni í körfubolta í gær, 52-47.
Njarðvík byrjaði betur og Hamar skoraði aðeins 6 stig í fyrsta leikhluta. Hamarsliðið lenti í tvígang tíu stigum undir en kom alltaf til baka. Staðan í hálfleik var 28-18. Lokamínúturnar voru æsispennandi þar sem Hamar gerði virkilegt áhlaup til að vinna leikinn en heppnin var ekki með þeim.
Marín Laufey Davíðsdóttir fór mikinn í leiknum en Njarðvíkinga setti hljóða þegar Dagný Lísa Davíðsdóttir setti niður þriggja stiga skot og jafnaði, 45-45, þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum.
Þegar 10 sekúndur voru eftir á klukkunni átti Hamar möguleika á að jafna með þriggja stiga skoti en skotið kom ekki og eftirleikurinn var á vítalínunni hjá Njarðvík sem settu 2 stig og unnu.
Marín skoraði 18 stig og tók 24 fráköst, Dagný Lísa var með 11 stig og 9 fráköst og 100% skotnýtingu. Þá er vert að minnast á framgöngu Katrínar Eikar Össurardóttur sem lék megnið af leiknum puttabrotin en barðist þrátt fyrir það um hvern einasta bolta. Eftir leik var brunað með hana á slysó og þar fékk hún staðfest að hún færi puttabrotin.