Íþrótta- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Árborgar, sem stendur fyrir kjöri á íþróttakonu og -karli Árborgar ár hvert hefur ákveðið að bæta netkosningu við kjörið þetta árið.
Þessi nýjung gefur áhugasömum tækifæri til að taka þátt í kjörinu og hafa áhrif á hverjir eru valdir íþróttakona og -karl Árborgar 2017.
Tíu konur og ellefu karlar eru tilnefnd í kjörinu og má lesa um árangur þeirra hér.
Tilnefnd eru:
Elín Holst – hestaíþróttir
Guðrún Heiða Bjarnadóttir – frjálsar íþróttir
Guðrún Hulda Sigurjónsdóttir – frjálsar íþróttir fatlaðra
Gyða Dögg Heiðarsdóttir – mótocross
Heiðrún Anna Hlynsdóttir – golf
Perla Ruth Albertsdóttir – handbolti
Ingibjörg Erla Grétarsdóttir – taekwondo
Kristrún Rut Antonsdóttir – knattspyrna
Rósa Birgisdóttir – kraftlyftingar
Sara Ægisdóttir – sund
Ari Gylfason – körfuknattleikur
Aron Emil Gunnarsson – golf
Árni Páll Hafþórsson – knattspyrna
Bergur Jónsson – hestaíþróttir
Birgir Örn Viðarsson – íþróttir fatlaðra
Brynjar Logi Halldórsson – taekwondo
Egill Blöndal – júdó
Elvar Örn Jónsson – handbolti
Kristinn Þór Kristinsson – frjálsar íþróttir
Ragnar Skúlason – akstursíþróttir
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson – knattspyrna
Netkosningin er opin út mánudaginn 18. desember næstkomandi og munu úrslit hennar gilda 20% á móti atkvæðum dómnefndar.
Kjöri íþróttafólks Árborgar verður lýst á uppskeruhátíð íþrótta- og menningarnefndar þann 28. desember næstkomandi.