Nilsen sigraði á Hálandaleikunum

Svíinn Andreas Nilsen sigraði á Hinum íslensku hálandaleikum sem haldnir voru á Selfossi í gær eftir jafna og spennandi keppni.

Keppt var í sleggjukasti, steinkasti, lóðkasti á vegalengd, 25kg lóðkasti yfir rá og staurakasti. Mótið var alþjóðlegt en keppendur komu frá þremur löndum.

Keppnin var jöfn og hörð og það var ekki fyrr en í síðustu grein sem úrslitin réðust á milli Andreas Nilsen og Adams Jónssonar, er Svíinn náði fullkomnu staurakasti í síðustu greininni og fékk skorið 12 sem er besti mögulegi árangur.

Adam varð því í 2. sæti, Þórbjörn Gylfason þriðji, Birgir Sólveigarson fjórði, Matt Wanat fimmti, Ásgeir Bjarnason sjötti og Gísli Baldur Bragason sjöundi.


Frá vinstri: Svarar Sigursteinsson, dómari. Matt Wanat USA. July Peterson USA, Þorbjörn Gylfason, Andreas Nilsen Svíþjóð, Adam Jónson, Birgir Sólveigarson, Ásgeir Bjarnarson, Gísli Baldur Bragason, Tommy De Bruin, Hollandi, dómari. Pétur Guðmundsson mótshaldari.

Fyrri greinVel heppnað Íslandsmót á Hellu
Næsta greinMun bjóða upp á útsýnisflug og leiguflug